Monday, September 24, 2007

Stuð myrkranna á milli..

Ég er að komast að því að ein af afleiðingum þess að eiga 2 börn með frekar stuttu millibili er sú að hálfur leikskólinn hefur áhuga á að sækja okkur heim. Vissulega er það af góðs viti að margir vilji koma heim með krökkunum en gallinn er að mamman er verulega bissí þessi misserin og það þarf að spjalla við og kynnast betur mömmum til að skipuleggja svona heimsóknir! Hérna í Stokkhólmi og ja..amk fyrir svona litla krakka í Rvk er ekki valmöguleiki að þau hlaupi bara yfir eins og raunin var hjá mér í gömlu góðu dagana í Fossvoginum. Þá voru mínar ær og kýr að heimsækja "stelpurnar hinum megin".

Það er bara of mikið að gera hjá mér. Vinnan við Alcoa verkefnið mjakast og ég + íslensku rafmagnsverkfræðivinir mínir í umhverfisstjórnuninni erum búin að skila tveimur hópverkefnum. Kennarinn okkar kom og spjallaði sérstaklega við okkur í síðasta tíma um að það væri frábært að fá íslenska nemendur. Af hverju erum við ekki alveg viss um en...

Í kvöld gerðist ég í fyrsta skiptið svo fræg að kaupa ís úr ísbílnum sem keyrir reglulega um allar götur Svíþjóðar og selur ís. Þegar hann kemur í hverfið spilar hann lag og aldrei þessu vant sáum við að hann var akkúrat í okkar götu svo ég hljóp út og verslaði við mikla kátínu unganna.

Mamma & pabbi voru hjá okkur um helgina en ég ætla að geyma það aðeins að blogga um þá góðu heimsókn.

5 comments:

Beta said...

Mér fannst alltaf svo mikið stuð að heyra í ísbílnum í Köben, hlaupa út í góða veðrinu og fá sér ís!

LindaKrissó said...

Já, þetta er svo sannarlega stemming :)

Anonymous said...

Hæjó! Tilgangur þessa komments er að taka undir færslu aðeins neðar á síðunni....er svo innilega sammála um að það er ömurlegt að aðskilja kynin og leyfa þeim ekki að vera vinir. Líka ömurlegt að finnast eitthvað athugavert við litla stráka með spennur eða bara í bleikum pilsum. Fnæs.

Anonymous said...

Það er líka ísbíll á Reyðarfirði! :)

LindaKrissó said...

Það líst mér vel á, Agnes. Við kíkjum á ísbílinn þegar ég kem til þín :-)