Tuesday, September 18, 2007

Svo mælti..

Sindri Dagur:"Jag är kär!" (og brosir sínu stærsta brosi). Þetta útlegst líklega "Ég er ástfanginn!" á íslensku. Bíddu, er hann ekki örugglega bara 5 ára?

Ella:"Strákar mega ekki koma í dansinn minn!" (og finnst best í heimi að dansa eins og fiðrildi með öllum hinum bleiku prinsessunum). Hvað varð um sænskan jafnréttisboðskap í þessari stúlku? Ég var reyndar að reyna að fá SDS til að prófa dansinn áður en námskeiðið byrjaði. Er reyndar fegin að hann afþakkaði því hann hefði fengið alveg áfall að vera bara einn með bleikum prinsessum!



Herra Reynis: "Spurðu mig seinna"

Linda segir: "Farðu burt kvef!"

Sem sagt kát og hress börn og þreyttar foreldralufsur.

No comments: