Fyrir einni viku voru amma Ella og afi Denni hjá okkur frá fimmtudegi til mánudags. Hérna eru hápunktarnir:
Fimmtudagur
Ég (mamman) sækir Ellu á leikskólann en þá veit Ellan ekki að amma og afi eru komin og bíða heima á Vidargatan. Þegar þangað er komið bregður Ellu svolítið í brún og verður feiminn. En síðan er haldið í stutta bæjarferð en komið heim rétt í þann mund er Sindri Dagur er að mæta heim af fimleikaæfingu. Hann er sko ekki feiminn og sækir myndir sem hann hefur teiknað í tilefni að heimsókninni.
Föstudagur
Pabbi Sindri eyðir deginum í Kaupmannahöfn, grislingar í leikskóla, amma & afi í bænum og mamman í skólanum.
Laugardagur
Ella fer að dansa og tekur pabba sinn með sér, mamman fer upp í skóla til að vinna í hópverkefni, og afgangur fólks skemmtir sér heima yfir Shrek. Sindra Degi finnst Shrek skemmtilegasta mynd í heimi og afa Denna fannst hún ekki síðri.
Håkan & Ylfa, vinir afa og ömmu frá Eskilstuna koma í kaffi og síðan heldur öll hersingin á Asteria að borða.
Sunnudagur
Allir fóru saman í gönguferð út að St: Eriksplan og síðan var Aquaria sædýrasafnið á Djurgården heimsótt. Fyrsti hluti safnsins var með regnskógarþema og var myrkur þar auk þruma og eldinga. Ella sturlaðist úr hræðslu og hrópaði: "Det åskar! Við verðum að fara héðan!". Ég varð því að yfirgefa þennan hluta safnsins snarlega. Það sem var hins vegar skemmtilegra var stóra fiskabúrið með alls konar fallegum fiskum og hákörlum þar sem ungir gestir gátu skriðið í gegnum göng til að sjá dýrin frá fleiri sjónarhornum.
Mánudagur
Krakkarnir sóttir snemma á dagis og drukkið saman.Krakkarnir sýna ömmu og afa hvað þau eru dugleg að hjóla. Sindri Dagur sýnir tilþrif án hjálpardekkja. Nú var komið að því að kveðja afa og ömmu sem var mjög leiðinlegt en SDS sagði með tárin í augunum:
"Ég sé þau aftur eftir um það bil 80 daga..."
No comments:
Post a Comment