Thursday, September 20, 2007

Félagar...

Þessi frétt fór alveg í mínar fínustu.

Ég spyr bara af hverju það er alltaf gert ráð fyrir því að stelpur eigi bara stelpur sem vini og strákar eigi bara stráka að vinum?

Ég átti góðan strák að vini þegar ég var 4-5 ára. Mér fannst hann skemmtilegastur í heimi. Þegar ég byrjaði í 6 ára bekk missti ég þennan vin nánast alveg og af hverju? Stærsta ástæðan var að okkur var strítt með að við værum "kærustupar". Síðan hjálpaði ekki að þrátt fyrir að það væri aðeins rúmur mánuður á milli þess sem við fæddumst var ég ári á undan í skóla. Held að þetta áfall hafi orðið til þess að ég reyndi aldrei aftur að eignast strákavini í grunnskóla..

Það eru svo mörg skilaboð sem gefin eru í uppeldinu með að strákarnir eigi að vera saman og síðan stelpurnar í öðrum hóp. Og þetta blessaða fyrirtæki er farið að bjóða upp á "stelpuafmæli" frá þriggja ára aldri þar sem þær fá handsnyrtingu og andlitsmálningu. Síðan er útskýrt að þessi "snyrting" felist í límmiðum sem settir eru á andlit og neglur. Af hverju mega strákar ekki fá límmiða á sömu staði???

Sem móðir "mjúks" stráks sem hefur alltaf hentað rosalega vel að eiga vinkonur er ég á móti því að það sé kerfisbundið tekið frá honum!

Ef strákur má bara velja sér strák að vini hefur hann úr helmingu færri mögulegum vinum að velja og það sama gildir líka um stelpurnar.

Við eigum að horfa á einstaklinginn fyrst, ekki kynið á honum.

1 comment:

Anonymous said...

Herregud!!!

Það er svo margt rangt við þessa frétt (eða réttara sagt það sem fréttin fjallar um) að ég veit ekki einu sinni hvar ég ætti að byrja!

Minn besti vinur fram að níu ára aldri var einmitt frændi minn. Við fórum í barbí, tálguðum spýtur, lékum í byssó og saumuðum krosssaum undir dyggri stjórn ömmu! Allt jafnskemmtilegt! Ef ekki hefði verið fyrir skyldleikann hefðum við pottþétt gefist upp á þessum vinskap enda hafði umhverfið ýmislegt við það að athuga að við tvö værum alltaf saman.

Og Huga finnst hann ekki almennilega fínn nema hann fari í skyrtu, setja á sig bindi og skreyti sig með blómaspennu!