Wednesday, October 03, 2007

Rétturinn til að pissa standandi





Svíar eru stundum alveg óborganlegir. Í einu af fríblöðunum sem maður fær í strætó las ég á mánudaginn grein um mann sem hafði neyðst til að flytja. Ástæðan var sú að íbúarnir í fjölbýlishúsinu þar sem að hann átti heima kærðu hann fyrir kommúnunni sem hann leigði íbúð hjá. Og ástæðan var sú að sá gamli pissar standandi og ekki nóg með það heldur pissar hann stundum standandi á nóttunni! Og hann sinnti engum tilmælum nágranna sinna um að hann ætti að pissa sitjandi vegna þess að annars heyrðist of mikið þegar hann pissaði.

Í kjölfarið á þessari grein voru birt úrslit könnunar þar sem kom fram að um helmingur karlmanna pissar standandi og helmingur sitjandi. Áhugavert, ekki satt??

En síðan kom framhaldsgreinin á þriðjudaginn og hvað ætli hún hafi nú verið um? Það að það sé ósanngjarnt að konur geti ekki valið. Kynntur var til sögunnar svona stútur til þess að við konurnar getum nú valið. Nú þarf ég bara að fjárfesta í svona til að geta pissað standandi..NOT!

3 comments:

Anonymous said...

Heyrðu, ég veit um mann sem, á námsárum sínum í Svíþjóð, varð fyrir miklu áreiti frá nágrönnum sínum fyrir að pissa of hátt!!! Ég hef alltaf hlegið að því sem alveg einstöku tilfelli af því hvað er hægt að láta smáa hluti fara í taugarnar á sér! En þetta er greinilega algengara en ég hefði haldið!

Anonymous said...

Hhhahhahahaha, þessir svíalingar eru stundum bara fyndnir.

Beta said...

Hahaha! Þetta er alveg kostulegt!