Í því fróma námskeiði, Environmental Management, hefur "The Icelandic Group" slegið í gegn. Við höfum unnið 3 saman Íslendingarnir og notið þess að geta einfaldlega spjallað á íslensku við verkefnavinnuna. Verkefnin sem við höfum skilað eru:
Strategies and Motives of Environmental Management; Case Study AstraZeneca
Initial Environmental Review; A case study – EFOAM Ltd
From Policy to Action Plan; A case study - EFOAM Ltd.
Á seminarnum í dag uppskárum við þvílíka lofræðu um verkefnin okkar. Hvað við værum góðir greinendur og skrifuðum skipulegar og vandaðar skýrslur.
Í þessu námskeiði eru allra þjóða kvikindi ef svo má að orði komast. Mikið af Inverjum, Kínverjum en síðan nokkrir af ýmsum þjóðernum og þar með töldum Svíum. Við tókum stefnuna strax á að vera nokkuð róttæk í okkar umhverfispælingum og okkur til mikillar furðu reyndumst við vera fólkið sem hinir í hinu námskeiðinu litu á sem skýjaglópa. Fólkið sem er ekki alveg raunsætt hvað umhverfið varðar. Hálfgerðir hippar! Eins og að við værum að krefjast þess að fólk klæddist grænu á þriðjudögum eða eitthvað álíka fáranlegt.
Og þó höfum við Íslendingar litla reynslu af mengunarslysum eins og til að mynda fólkið frá fyrrum Sovétríkjunum og Indlandi hefur td. Mér finnst svo skrítið að fólk læri ekki af reynslunni og að Íslendingar sem eru nokkurn vegin alveg óreyndir í þessum efnum séu rödd skynseminnar...
No comments:
Post a Comment