
Draumaskórnir hennar Elínar Lilju eru komnir í hús. Hún sá þá í bæklingi fyrir 2 mánuðum og við fórum í búðina í síðustu viku. Þá var hennar stærð búin en við pöntuðum úr næstu sendingu. Það var mikil gleði hjá minni þegar hún og skórnir hittust. Hún náði í slökkvuliðsbílasokka, á fóru silfur-glimmer skórnir..og þeir eru enn á sínum stað.
Ella er búin að vera á einhverju slappleika tímabili síðastliðnar 2 vikur. Samt einhvern veginn þannig að hún hefur ekki orðið neitt mikið veik. Fékk hitatoppa síðdegis á miðvikudaginn fyrir viku og líka á fimmtudegi. Síðan er hún búin að vera með niðurgang í 2 sólarhringa núna og er að gera okkur gráhærð með næturheimsóknum á klósettið..og í kjölfarið gengur treglega að sofna. Við krossum fingur og vonum að þetta fari að ganga yfir.
1 comment:
Oh, the vanity... ;-)
Post a Comment