Sunday, August 19, 2007

Eftirsumarsdoði...

Krakkarnir byrjuðu aftur í leikskólanum síðasta mánudag og þar með lauk sumarinu hjá fjölskyldunni. Þannig líður mér að minnsta kosti. Það var meira að segja jakka/peysuveður í Stokkhólmi um helgina! Uss segir maður bara..enda góðu vanur nú orðið.Skrítið líka að vera ekki lengur í því að halda uppi skemmtiprógrammi fyrir gengið. Hálfgerður doði í gangi sko...

Það er margt spennandi fram undan hjá fjölskyldunni en samhliða því að hlakka til ber ég örlítinn kvíða til næstu 6 mánaða. Og hvað síðan???

Linda (ég) ætla að klára námið mitt. Lokaverkefnið fyrir Alcoa, umhverfisstjórnunarnámskeið og 1 stykki stærðfræðikúrs sem mér fannst spennandi. Stefnan er líka tekin á KTH hallen og haldið ykkur fast..kannsku skokk!

Sindri ætlar að takast á við nýtt og krefjandi starf hjá Straumi og hefur áreiðanlega í hyggju að kaupa sér endalaust mikið meira hjóladót og jafnvel finna sér einhverja nýja dellu (*hóst* áhugamál?)..hvað er karlmaður án dellu annars?

Sindri Dagur ætlar að tækla sitt síðasta ár í leikskóla samhliða því að stunda fimleika í The Little Gym með Jesper vini sínum. Hann segist einnig ætla að læra á skíði, stunda skautaíþróttina,fínpússa það að kunna á klukku, skrifa betri stafi og tölustafi og lesa betur.

Elín Lilja ætlar að taka fyrsta árið á stóru deildinni, Skattkammaren, með trompi. Hún er og verður yngsta barn deildarinnar í vetur og leikskólakennararnir kalla hana hörkutól eftir fyrstu vikuna. Þetta var bara eins og að drekka vatn! Ella ætlar einnig að iðka dans einu sinni í viku og hefur sett sér sem markmið að geta klifrað upp á kofann í Skattis garðinum ein og óstudd og skrifað alla stafina.

Þá er bara að spýta í lófana og halda af stað.

2 comments:

Beta said...

Það er enginn smá kraftur í ykkur :) Líst vel á að þú prófir skokkið, það virkaði prýðilega á mig (en það var erfitt að byrja)!

Anonymous said...

Já, líst ekkert smá vel á þessi skokkplön. Kannski við byrjum bara saman í skokkprógrammi í sitt hvoru landinu...ekki verra að hafa stuðning :)