Hressandi
Ég tók viðtal við logistics stjórann hjá Arla Foods í dag. Fyrir þá sem ekki vita er það stærsti mjólkurframleiðandinn í Svíþjóð, Danmörku og Bretlandi. Þetta var frábær gaur með mikla reynslu á sviðinu og rúsínan í pylsuendanum: Hann elskar Ísland! Hann varð fimmtugur í fyrra og frá fjölskyldu sinni fékk hann utanlandsferð að eigin vali. Hann valdi Ísland og kolféll fyrir landi og þjóð, sérstaklega Vestmannaeyjum. Hann sagði að í Svíþjóð talaði fólk oft um að flytja til sólarlanda í ellinni en hann langar að flytja til Vestmannaeyja.
Ísland best í heimi!
Ekki svo hressandi
Ella er búin að vera veik alla vikuna og er komin með eyrnabólgu. Sindri Dagur lagðist líka í dag. Mikið hlakka ég til þegar það vorar almennilega og þessi veikindi hætta.
No comments:
Post a Comment