Sunday, March 25, 2007

Myndir

Kvartanir hafa borist frá Íslandsdeildinni þess efnis að langt sé liðið síðan ég setti inn myndir. Ástæðan er nú fyrst og fremst sú að mikið hefur verið um veikindi fjölskyldumeðlima og því fáar myndir frá síðastliðnum mánuði.

Hérna er þó ein af lopapeysugenginu. Amma Sindra og Sunnu prjónaði peysurnar þeirra. Krakkarnir fengu sínar peysur í jólagjöf:
Ella fín en mamman þreytt.

Við fórum á Tekniska Museet með Bjössa frænda. Hérna er einn ungur maður hugfanginn á safninu. Upprennandi verkfræðingur?


Sindri Dagur í "Lottu" á Tekniska.



Elín Lilja spennt að skoða ljósaborðið á Tekniska Museet.




Hérna eru lasarusar að baka.





No comments: