Wednesday, March 28, 2007

Hvað kostar hvað?

Íslendingar velta því oft fyrir sér að það sé ódýrara að lifa hér í Svíþjóð. Það er nú ekki alltaf eins ódýrt og maður heldur. Til dæmis hvað varðar mat. Ég fór í göngutúr með sólgleraugu og ís í rjómablíðunni hérna og prófaði að versla smá demo í Lidl sem eru lágvöruverðsverslanir af þýsku bergi brotnar skilst mér. Þær eiga að vera ódýrastar hérna. Hérna kemur verðið á því sem ég keypti miðað við gengið í dag.

Rauð paprika(0.110 kg) 52 kr ISK
Mozzarella Light 75 kr ISK
Þvottaefni Ariel Colour 235 kr. ISK
Nýmjólk 47 kr. ISK
Léttmjólk 57 kr. ISK
Gúrka(0,348 kg) 66 kr. ISK
Hrökkbrauð(tvöfaldur pk) 135 kr. ISK
Brauð 161 kr. ISK

Hvernig líst ykkur á? Er ekki skemmtilegra að versla mat á Íslandi síðan að skatturinn var lækkaður?

Það verður hins vegar að benda á að lágvöruverðsverslanir sem þessar eru nú ekki á hverju strái hérna og því er raunin oftar sú að við verslum í mun dýrari búðum. Við erum nefnilega alltaf á tveimur jafnfljótum.

Jæja, verða að hætta þessu dóli og fara að læra svo ég þurfi ekki að vaka of langt fram eftir.

No comments: