Monday, February 12, 2007

Dundarinn minn

Elín Lilja er mikill dundari að eðlisfari. Það sem af er ári hefur hún sýsslað með ýmislegt. Hún perlar, smíðar, málar með vatnslitum og puttalitum, leirar, teiknar, klippir. Í leikskólanum er hún líka sérstaklega til í að líma alls konar skemmtilegt sem hún finnur. Henni finnst líka steinar æðislegir og ber einn og einn heim með sér.

Þegar Ella var sótt í dag fékk ég að vita að hún hefði lítið borðað og ekki sofið en að öðru leyti verið glöð og kát. Daglegt brauð á þessum bæ.

2 comments:

Anonymous said...

Engin ferðasaga?

Anonymous said...

jú, hún kemur...