Tuesday, February 13, 2007

Óheppinn strákur!

Sindri Dagur hefur ekki átt góðar síðustu vikur. Hann fór til augnlæknis og sjónin hefur enn versnað. Hann er nú með um það bil +6 og +7. Hann þarf því að fá ný gler í gleraugun sín. Sænska ríkið tekur engan þátt í glerjakaupum sem þýðir að nýju glerin kosta 32 þúsund.

Það sem var næst á dagskrá hjá kappanum var að veikjast heiftarlega. Hann rauk upp í hita fimmtudagskvöldið 1. febrúar, kastaði upp um nóttina og var síðan eins og slytti næsta dag. Þá tók við mesti hósti ever og stóð barnið alveg á öndinni þangað til að hann kastaði aftur upp. Og áfram var hann með bullandi hita. Við áttum lestarmiða til Sälen á laugardeginum 3. febrúar en sá litli var fárveikur þa. við þurftum að fresta brottför. Við héldum af stað á mánudeginum og náði drengurinn að vera hitalaus á leiðinni en svo kárnaði gamanið aftur. Hann gat því ekki verið í skíðaskólanum eins og hann hafði hlakkað svo mikið til. Hann komst ekki út fyrr en á föstudeginum, daginn áður en við fórum heim aftur.

Í gær datt hann síðan svo illa í leikskólanum að það eru 4 tennur lausar og blæddi úr gómnum. Tannlæknir skoðaði hann og sagði að sennilega næðu tennurar að skorða sig aftur. Nú ef ekki yrðu þær lausar þangað til að hann missir þær. Þær geta líka dökknað og við þurfum að passa upp á að fylgjast með að það komi ekki sýking því að þá þarf að draga tennurnar!

Það er þó harmi huggun að það er ákaflega ólíklegt að fullorðinstennurnar undur hafi skaðast.

3 comments:

Anonymous said...

Ég var einmitt með eina gráa barnaframtönn eftir óhapp með jólatrésfót, förum ekki nánar út í það...og var svo óheppin að eiga eldri systkini sem fannst hún vera græn og minntu mig óspart á það! Fékk síðan þessa fínu hvítu fullorðinstönn :)

LindaKrissó said...

Alltaf gaman að stríða litla systkininu :) SDS á ekki við það vandamál að stríða.

Beta said...

Úff... greyið Sindri Dagur!