
Ég fór í fyrsta skipti á ævinni í diskalyftu. Hef aldrei verið nein skíðamanneskja og var almennt hrædd við skíðalyftur í þessi fáu skipti sem ég hef notað flotta drekabrettið mitt. Fannst best að fara í stólinn eða að labba. Ég byrjaði í litlu brekkunni með litla disknum, Kaninen, sem var voða þægilegur. Mestum tíma varði ég þó í stóra disknum, Haren. Og einnig fór ég upp með T lyftunni Fasanen. Nú kann ég að beygja á alla vegu og finnst ekki lengur neitt mál að horfa upp í brekkuna þeger ég er að "ræda". Hugsið ykkur að ég sé að teikna S með brettinu. Byrja efst í S-inu og renni mér til hægri, horfi niður brekkuna, beygi og fer beint niður brekkuna og síðan til vinstri, horfi þá upp brekkuna, aftur hratt niður og til hægri. Ekkert stress, mega hress...
2 comments:
Kúl! Við þurfum svo að skella okkur á bretti við tækifæri ;)
Það væri ekkert smá gaman:)
Post a Comment