Undanfarna þriðjudaga hafa verið mótmæli í götunni minni. Ég hef ekki hugmynd af hverju. Það stendur aldrei neitt í DN um þetta og maður bara sér þetta á leiðinni út og heyrir síðan ekkert meir. En um daginn varð Sindri Dagur vitni að þessu. Hann veitti hins vegar mótmælendum enga eftirtekt heldur starði á 6 rútulöggubílana sem voru allir staðsettir í litlu götunni okkar. Löggurnar voru líka álíka margar og mótmælendur, klæddar í leður frá toppi til táar, með hjálma og vopn. Eftir þetta er Sindri Dagur ákveðinn í að verða sænsk lögga þegar hann verður stór. Þær eru miklu flottari en þær íslensku.
Ég hef oft verið spurð um hvort ég finni einhvern mun á íslenska leikskólanum og þeim sænska. Fyrir það fyrsta er grundvallarmunur á leikskólunum. Á Stakkaborg eru 76 börn en á Kejsarkronan eru um 30. Starfsmennirnir á Kejsarkronan eru 7, 4 á eldri deildinni en 3 á þeirri yngri(þar eru líka mun færri börn). Þessir starfsmenn vinna saman eins og fjölskylda og gefa börnunum ákaflega mikið af sér. Einnig eru þeir ákaflega sveigjanlegir. Til að mynda breytti ég viðverutíma barnanna um daginn um hálftíma. Það var ekkert mál og gat gilt frá því deginum eftir að ég talaði við þau. Á íslensku leikskólunum þarf að sækja um slíkar breytingar skriflega og ekkert sjálfsagt að þær gangi strax í gegn. Systir mín þurfti að bíða í hálft ár áður en eins breyting gekk í gegn á Grandaborg.
Hérna í Svíþjóð eru skekja miklir skandalar stjórnmálin. Einn stjórnmálamaður Socialdemokratanna, Anna Sjödin, hefur verið dæmd fyrir fordómafullt tal og valbeitingu gegn dyraverði á skemmtistað sem vísaði henni burt sökum ölvunar. Samt finnst henni ekkert sjálfsagt að hún segi af sér ábyrgðarstöðu hjá flokknum. Maria Borelius, sem átti að verða viðskiptaráðherra hefur einnig neyðst til að segja af sér vegna skattasvindls og að hafa ekki greitt afnotagjöld í fjöldamörg ár. 2 af nýju ráðherrunum til viðbótar sæta einnig ámæla vegna svipaðra ásakanna.
Það sem er svo leiðinlegt við þetta allt saman er að þessar blessuðu konur hafa bara gert illt verra með að opna munninn um þessi mál og koma verulega illa út úr umfjölluninni. Ég velti því fyrir mér hvort að þetta hafi ekki skemmandi áhrif á stöðu kvenna almennt í stjórnmálum í Svíaríki. Stallsystur okkar hérna náðu annars 47% þingsæta í kosningunum núna sem mér finnst ákaflega skemmtilegt. Ég held að það sé þjóðum fyrir bestu að samsetning þingmanna endurspegli eins vel og hægt er samsetningu þjóðarninnar sjálfrar(kyn, litarháttur, ...)
Þegar ég var á Náttúrufræðibraut í MR á sýnum tíma fengum við áhugavert verkefni. Við áttum að heimsækja Náttúrugripasafn Íslands og vinna þar verkefni. Safn með svona langt og virðulegt nafn hlaut að vera skemmtilegt og áhugavert að heimsækja. Þegar ég mætti síðan á safnið við Hlemm varð ég fyrir vonbrigðum. Safnið var lítið og eiginlega bara ekkert spes!
Náttúrugripasafn Svíþjóðar er hins vegar æði. Við fórum á það í gær. Fyrst gengum við inn í sal með portrett myndum af öpum og sögum viðkomandi apa. Þeir voru svo sætir. Orangutan aparnir voru sértstaklega mennskir í útliti, með djúpvitur augu með stórum augnahárum. Bara eitt orð: heillandi! Eftir þetta tók við að skoða hins ýmsu dýr:fugla, hirti, hreindýr, elgi, birni, skordýr og hjá öllum glerbúrum voru snertiskjáir í lítilli hæð með fróðleik og hljóði. Sindri Dagur fór hamförum í tökkunum. Næsti salur var um mannslíkamann. Þá gekk maður inn um munn og gat farið upp stiga til að skoða heilann. Mörg börn léku sér að því að setja hendurnar út um stóra nefið:-) Það var hægt að skoða ýmsilegt eins og hjara og augu í þessum sal. Þessu næst voru steinar og beinagrindur sem náttúrugripasafnið á og að lokum risaeðlusýning sem börnunum fannst spennandi.
ps. 3 ný albúm hjá Elínu Lilju!
kveðja frá Svíþjóð
2 comments:
Ahh ég man eftir þessu þegar við fórum á Náttúrugripasafnið.
Safnið á Bolungarvík er mun áhugaverðara og skemmtilegra ef maður ætlar sér að fara á Náttúrugripasafn á Íslandi...
Ég verð greinilega að skella mér til Bolungarvíkur og rækta nördið í mér;-)
Post a Comment