Saturday, October 07, 2006

Fyrsta vikan í október

Pabbinn
Pabbinn er að standa sig vel í vinnunni þar sem hann er að auki farinn að stúdera sænsku af kappi.

Sindri Dagur
Hefur verið duglegur í leikskólanum. Hann borðar vel og leikur við krakkana. Besti vinurinn er enn sem áður Jesper og sá hinn sami fékk að koma heim með Sindra Degi eftir leikskólann á fimmtudaginn. Það fannst þeim félögum skemmtilegt.
Sindri Dagur fór líka á Södersjukhuset að hitta ónæmislækninn. Honum fannst örugglega það besta við þá ferð vera að við tókum tunnelbanann og síðan strætó nr. 3 í fyrsta skipti.

Ella sprella
Verður duglegri í leikskólanum eftir því sem á líður vikuna. Hún leikur við krakkana og þykir mest til Estherar og Alice koma. Er búin að vera kvefuð en fer batnandi.

Mamman
Versnaði af slappleika undanfarins mánaðar á fimmtudaginn og hefur að mestu haldið sig inni við síðan þá. Setti inn 3 ný albúm og massamikið af myndum á Sindra Dags síðu í dag. Hef ekki tíma til að halda áfram þar sem að kennarinn okkar Röggu var mjög gagnrýninn á First draft af spurningum sem við ætlum að spyrja fyrirtækin okkar...blæmí!

No comments: