Wednesday, October 18, 2006

Hafa þau breyst?

Fyrir það fyrsta er snuddan fokin hjá SDS og hann er hármeiri. Hann er auðvitað lengri og eylítið þyngri(104 cm og 16,6 kg). Einnig er hann orðinn mun fullorðnari í sér. Hann er að æfa sig í að skrifa stafi og getur án nokkurra vandræða skrifað td. I, O, E, A. Stafirnir í Sindri Dagur sem honum finnst erfiðir eru S, D og G þó hann geti nú alveg skrifað þá. Spurningarnar sem maður fær eru heldur ekki af verri endanum eins og:

"Hvar býr Guð?"
"Hvernig opnar maður munninn og hvernig getur maður opnað varirnar?"
"Hvar eru beinin mín?"

Ella er tvímælalaust stærri enda 1 ár langur tími í lífi 2,4 ára gamallar stúlku. Hún er mun hærri(89 cm og um 12-13kg). Hún er líka orðin svolítið stór stelpa. Talar heilmikla sænsku og er leikskólastelpa. Hún er með MIKLU meira hár og barnakinnarnar allar minni.

No comments: