Fyrir það fyrsta er snuddan fokin hjá SDS og hann er hármeiri. Hann er auðvitað lengri og eylítið þyngri(104 cm og 16,6 kg). Einnig er hann orðinn mun fullorðnari í sér. Hann er að æfa sig í að skrifa stafi og getur án nokkurra vandræða skrifað td. I, O, E, A. Stafirnir í Sindri Dagur sem honum finnst erfiðir eru S, D og G þó hann geti nú alveg skrifað þá. Spurningarnar sem maður fær eru heldur ekki af verri endanum eins og:
"Hvar býr Guð?"
"Hvernig opnar maður munninn og hvernig getur maður opnað varirnar?"
"Hvar eru beinin mín?"
Ella er tvímælalaust stærri enda 1 ár langur tími í lífi 2,4 ára gamallar stúlku. Hún er mun hærri(89 cm og um 12-13kg). Hún er líka orðin svolítið stór stelpa. Talar heilmikla sænsku og er leikskólastelpa. Hún er með MIKLU meira hár og barnakinnarnar allar minni.
No comments:
Post a Comment