Monday, October 23, 2006

In Memorium


Í dag er látin Þórey Kristín Guðmundsdóttir. Hún var eina amman sem ég þekkti nokkru sinni. Þrátt fyrir að hún hafi verið 87 ára gömul þegar hún lést og veik, er ég með sorg í hjarta þegar þetta er ritað.

Í dag varð einni manneskju minna til að gleðjast og syrgja með mér. Hér að ofan er mynd af ömmu með Elínu Lilju viku gamla í fanginu.

Blessuð sé minning hennar.

2 comments:

Anonymous said...

Sendi innilegar samúðarkveðjur til þín og allrar fjölskyldunnar. Gott hvað amma þín náði að samgleðjast ykkur með margt og að hún náði að kynnast barnabarnabörnunum.
Ástarkveðjur,
Steinunn og fjölskylda

LindaKrissó said...

Takk Steinunn. Hún náði jú að halda upp á 87 ára afmælisdaginn sinn sem hlýtur að teljast góður árangur!