Tuesday, July 15, 2008
USA
12. júní héldum við Sindri til Bandaríkjanna. Nánar tiltekið til Philadelphiu og New York.
Philly var aðalega skemmtileg vegna þess að þar var vinur okkar að giftast draumadísinni sinni og síðan var ég svo heppin að ná að hitta gamla vinkonu sem er búsett þar.
New York er auðvitað kapítuli ein og sér. Ég hugsa að maður þurfi að koma oft til þess að finnast maður hafa séð eitthvað af ráði vegna þess að það er svo margt að sjá. Við fórum hins vegar í Sight seeing bæði downtown og uptown, gengum um Little Italy, China Town og SoHo. Við vorum í Central Park og tókum þátt í smá pikknikki þar. Við borðuðum á svölum asian fusion stað í Greenwich village og hittum gamla vini (sem reyndar við hittum líka í brúðkaupinu í Philly).
Ég verð að segja að NY er ein skemmtilegasta borg sem ég hef komið til. Hún er svo ótrúlega lifandi!
No comments:
Post a Comment