Wednesday, April 23, 2008

Time flies when you are having fun

Það hefur ýmislegt fjör verið í gangi hérna á Vidargatan síðustu vikuna eins og myndirnar að neðan sýna. Sindri Dagur fór eins og vanalega í kór og fimleikana. Hann er í fimleikunum á fimmtudögum klukkan 17 en síðasta fimmtudag hafði verið löng og ströng skógarferð með leikskólanum og minn maður greinilega nokkuð búinn á því að loknum leikskóla. Ég og Ella ákváðum því að horfa á hann og vera tilbúnar að hirða upp hræið af honum og fara heim ef út í það færi. Stubburinn hresstist þó fljótt í fimleikunum enda finnst honum óheyrilega gaman að sumum æfingunum. Ella litla, sem var ekki síður þreytt, fékk boð hjá kennaranum um að hlaupa með þeim í leik að loknum æfingunum og var ekki sein á sér að þiggja það! Þetta eru nú meiru boltarnir stundum. Ekki löt eins og mamma!

Sindri Dagur var síðan boðinn í strákapartí hjá vini sínum eftir leikskóla. Vinurinn fékk að taka 3 vini sína með sér heim og þeir borðuðu tacos, spiluðu tölvuleiki, horfðu á DVD og léku sér. SDS hefur aldrei verið svona lengi hjá vini en ég sótti hann kl. 21:00. Þeir voru víst mjög góðir vinir allir saman og hamingjusamir með þetta allt saman.

Sunna kom til okkar á föstudaginn. Þar sem SDS og pabbi Sindri voru seinir heim fórum við stelpurnar í bæinn og svona. Ella og SDS voru síðan komin fyrir klukkan 7 upp í til Sunnu á laugardeginum (Já, þau eru stundum hryllilega árrisul). Ella fór í ballett og síðar um daginn var farið í leiðangur og afmælisgjöfin hennar = bleika hjólið keypt. Auðvitað þurfti síðan að fara að æfa sig á hjólinu. SDS hjólaði líka á sínu hjóli og hvatti sys áfram.

Sunnudagurinn fór í Skansenferð þar sem eru komnir nýjir bangsar. Birnan Maja eignaðist Love, Lill-Babs og Lillemor nýverið og við vorum öll heilluð af þessum litlu dúllum. Veðrið var yndislegt as in sól, logn og 11 stiga hiti. Algjörlega íslenskt sumarveður.

Kannast annars einhver við það að vera extra þreyttur við það eitt að fá meira súrefni? Við fjölskyldan erum alveg að farast úr þreytu við aukna útiveru síðastliðna daga. Skil þetta kannski með krakkana en við Sindri pops erum nú ekki að hreyfa okkur neitt mikið meira!

No comments: