Monday, April 14, 2008

Rock'N'Roll



Ég fylgdi syni mínum í rokkpartí um helgina. Þar ætlaði allt vitlaust að verða þegar Hard Rock Halleluja (hvernig sem það er skrifað) var spilað. Gríslingarnir sem eru allir að verða 6 ára á árinu skemmtu sér konunglega og sýndu mikla takta. Ég til að mynda vissi ekki að sonur minn væri svona mikill rokkari!

Það er annars hefð fyrir því að foreldrar barna sem eru að útskrifast úr leikskóla eru með skemmtiatriði á Gårdfesten þegar krakkarnir "útskrifast". Á meðan börnin rokkuðu og fengu sér hádegismat var því fundur um þetta skemmtiatriði. Við erum að fara að syngja um góðu árin á leikskólanum og fínu leikskólakennarana okkar. Einn pabbinn spilar á rafmagnsgítar og annar á klassískan. Mikið svakalega verðum við flott!

Á sunnudaginn fórum við fjölskyldan á barnahitting Íslendingafélagsins í Bandhagen. Þarna er leikvöllur og nokkur vel valin húsdýr. Gallinn var að það var mjög napurt í Stokkhólmi í gær = 3ja stiga hiti og rakt. En við foreldrar héldum þetta út þar til kominn var drekkutími. Hluti af ævintýrinu var svo sannarlega að fá að taka tunnelbanan lengra heldur en við höfum gert áður og bónusinn var að lestin er ofanjarðar þennan hluta leiðarinnar. Hverjum finnst ekki gaman að vita hvernig Svedmyra og Stureby líta út?

Markmið sumarsins hjá Ellu: Baða á hverjum degi í sumar Í BIKINÍUNUM MÍNUM!

Jæja, best að halda áfram að læra.

No comments: