
Síðan fór ég á Dramaten:

að njóta afmælissýningarinnar Tre kronor eftir Strindberg. Sýningin er í raun 3 leikrit. Það fyrsta er um kónginnn sem sameinaði Svía, Gustav Vasa. Annað er um Kristinu sem barn að aldri er krýnd drottning en verður síðan leiksoppur örlaganna og afsalar sér krúnunni sem ung kona. Þriðja verkið er um Gustav III sem var myrtur á grímudansleik.
Stykkið tók langan tíma í flutningi. Fyrsta verkið byrjaði klukkan 18 og það þriðja kláraðist klukkan 22:35. Ef ég á að segja alveg eins og er þá fannst mér fyrsti hlutinn ágætur, sá næsti stórfenglegur en hinn þriðji..já, eigum við bara eitthvað að ræða hann? Hann er fullkomið dæmi um það þegar leikstjóri tekur áhættu og nútímavæðir verk eins og Gustav III. Hrikalega flott ef það virkar en þeim mun hræðilegra ef það gerir það ekki!
Leikshúsmiðarnir voru gjöf frá vinum okkar í Stokkhólmi, Kidda og Ebbu, og fylgdi barnapössun með. Allir fjölskyldumeðlimir voru alsælir með þessa gjöf!
No comments:
Post a Comment