Tuesday, December 04, 2007

Ledsen blogg..


Í dag er ég ókát mjög. Drengurinn minn er búinn að vera veikur í sex daga og í dag fengum við að vita að hann er með lungnabólgu..enn einu sinni. Til þess að greina þetta þurfti hann að ganga í gegnum almenna skoðun (hlustun, eyrnakoðun, hálsskoðun), taka þurfti strok úr hálsi og blóð úr putta. Lausnin fékkst ekki fyrr en með röntgenmyndatöku.

Mér finnst ekkert jafn erfitt og þegar Sindri Dagur verður veikur. Hann verður nefnilega veikari en allir sem ég þekki og við foreldrar hans berum ábyrgð á því að fá réttar úrlausnir fyrir hann á hverjum tíma. Með Sindra Dag fjalla veikindi ekki einungis um það að skipuleggja hver á að vera heima.

Ég ætla ekki að tala um það að þessi elska virðist alltaf verða veikur þegar sem verst stendur á. Það er ekkert miðað við hversu þungt ábyrgðin liggur á manni og hversu einmana maður verður þegar svona stendur á. Það er eins og að fara aftur í tíma og að hann sé enn 2ja ára snáði sem allir læknar vilja láta klára sín veikindi sjálfur þangað til hann er búinn að sýna öllum að hann klárar ekkert sjálfur. Öll veikindi enda með einhverjum sirkús, akút sínúsítis, lungnabólgu eða hitakrampa.

Ég vil taka fram að nú þegar SDS er orðinn 5 ára kemur alveg fyrir að hann klárar veikindi sjálfur. Allur munur þar á. En mikið þakka ég Guði og læknavísindunum fyrir pensilín, mótefni og asthmalyf. Ég er viss um að án aðgangs að þessu mundi ég ekki hafa getað notið litla prófessorsins míns svona lengi..og sjá fram á að njóta í mörg ár í viðbót! Eitt komment:

SDS: Skiptir það máli að vera barn?
Mamma: Ha?
SDS endurtekur spurninguna
Mamma: Já, sko það skiptir máli vegna þess að fullorðna fólkið ber alltaf ábyrgð á börnunum blablabla...
SDS hlustar vel og gerir nokkrar athugasemdir og síðan:
SDS: Skiptir það máli að vera fullorðin?

Já, maður má hafa sig allan við að svara honum.

4 comments:

Anonymous said...

Sindri Dagur er náttúrulega bara frábær og stór vinur minn :) Ég vona að allt gangi vel og að hann verði aftur frískur sem allra fyrst.
Vona líka að þér gangi vel í prófunum Linda, þurfum að fara að finna tíma til að spjalla!
Ég mun hitta Betu og Fríðu í kvöld, erum með kárahnjúka-kökuát hitting :)

Anonymous said...

Æi litla greyið, stórt knús til ykkar allra og vonandi nær hann sér fljótt og vel.

Anonymous said...

Batnaðarkveðjur til Sindra Dags. Júlía sendir jättekram!

Beta said...

Ég bið að heilsa Sindra Degi og vona að hann nái sér sem fyrst. Ömurlegt að vera veikur :(