Wednesday, December 05, 2007

Beðið eftir snjónum

Sindri Dagur fékk þennan forláta Stiga stýrissleða í jólagjöf frá Ömmu Ibbu. Sleðann átti að kaupa þegar von var á snjókomu. Þrátt fyrir mikla leit í miðborg Stokkhólms reyndist ekki hlaupið að því að finna umræddan sleða, sem þó er að margra mati holdgervingur Svíaríkis, og því var var brugðið á það ráð að kaupa hann á netinu. Eftir að hafa verið bíllaus hér í Stokkhólmi hef ég komist að því að vilji til að versla á netinu virðist vera í öfugu hlutfalli við aðgengi að bíl, því minna sem aðgengið er þeim mun meiri er viljinn. Sleðinn kom svo þremur dögum seinna eins og lofað var en því miður hafa veðurguðirnir ekki staðið við sinn hluta samningsins.

 


Þrátt fyrir snjóleysið hefur sleðinn verið eitt vinsælasta leikfangið á heimilinu undanfarna daga.
Posted by Picasa

No comments: