Friday, April 13, 2007

The name of success!

is Peter!

Ég er búin að sitja sveitt við það að kópía og peista saman viðtölin 10 sem ég tók fyrir logistik námskeiðið mitt. Afraksturinn eru 43 blaðsíður af viðtölum við 10 karlmenn í stjórnunarstöðum. Af þessum 10 köllum heita 3 Peter eða Pétur. Ég á 2 vinkonur sem eru nýbúnar að eignast drengi og einn frændi á leiðinni. Er ekki skynsamlegt að nefna drengina Pétur? Maður vill nú að þeir eigi eftir að njóta velgengni!

Annars er það áhugavert að hugsa út í það hversu stóran þátt nafnið manns spilar í að maður njóti velgengni í lífinu. Hérna í Svíþjóð þekkist það meira að segja að karlmenn taki upp eftirnafn kvenna sinna vegna þess að þeir halda að það veiti þeim betri möguleika í framtíðinni.

Jæja, verð að halda áfram. Ætla að vera úti á morgunn í 22 stiga hita og sól.

No comments: