Sunday, April 22, 2007

Hugleiðingar systkina

Tveir vina Elínar Lilju hafa fengið litla bræður á síðustu vikum. Ella er meðvituð um þetta. Allt í einu er fínasta fínt að eignast lítið systkini. Hún er búin að segja mér oft að hún vilji fá litla systur. Brósi hváir þá við og segist vilja frekar lítinn bróður og réttlætir það með því að hann eigi nú þegar litla systur. Hljómar eins auðvelt og að panta sér köku á kaffihúsi hjá þeim systkinum!

Í dag þegar þau voru að suða um þetta sagði ég þeim að við hefðum ekkert pláss fyrir nýtt barn. Það sáu þau nú ekki sem hindrun því að litla barnið átti bara að fá að sofa upp í hjá þeim. Til þess að reyna nú að telja Ellu Bellu hughvarf sagði ég henni að litla barnið mundi nú kannski vilja taka hennar fasta stæði í mömmurúmi á morgnana. Þá sagði mín hin kátasta: Neeeeeeiiii, litla systir mín vill kúra hjá MÉR.

Þessi börn hafa svör við öllu...

1 comment:

Anonymous said...

Ha ha ha, vá ég get svo svarið það þú gætir farið að semja stand up eða leikrit byggt á samtölum strumpana! þau eru samt algjört æði....