Friday, April 28, 2006

Tölvuhrun, tölvupósti sem ekki er svarað og fleira ergelsi!

Hún Fríða mín talar um að það sé svo gaman að fá póstkort milli gluggaumslagana...ekki slæmt! Það er nefnilega alltaf gott að vita þegar góður vinur hugsar til manns. Mér finnst líka rosalega gaman að fá tölvupóst frá góðum vinum í öðru formi en fjöldapósti til að skipuleggja eitthvað:-) Sérstök fríðindi eru að fá tíðindi frá kærum vinum í útlöndum..já eða utan af landi. Frá þeim sem maður fær fá tækifæri til að hitta.

Á móti er það mesta ergelsið þegar maður sjálfur skrifar línu og fær síðan ekki svar innan skynsamlegra tímamarka. Ekki mikil ástúð í því!

En ég hef takmarkaðan tíma til að tölvupóstast þessa dagana vegna þess að tölvan okkar Sindra hrundi síðasta föstudag. Merkilegt nokk hefur mér ekkert leiðst þetta neitt sérstaklega mikið. Það er búin að standa yfir mikil tiltekt heima þar sem íbúðin er að fara á sölu og síðan á ég svo góðann mann, teppi og sjónvarp:-)

1 comment:

Beta said...

Sem minnir mig á það... ég á alltaf eftir að svara tölvupóstinum sem þú sendir um daginn! Geri það mjööög fljótlega :)