óþolinmóðasta konan í heiminum er vafalaust ég. Og þar sem að ég er að flytjast til lands þar sem allir eru alltaf í fríi og allt á að vera lagom væri mér held ég hollast að fara að temja mér þolinmæði!
Tengiliðurinn okkar í bankanum úti er alltaf í fríi og nú er ég búin að reyna að ná í leikskólakonuna síðan fyrir helgi og þegar ég fékk símsvara um að hún væri farin í dag áðan var mér eiginlega allri lokið. En þá er bara að spýta í lófana og reyna aftur bright'n'early á morgunn.
KTH er annars formlega búinn að bjóða mig velkomna til sín að stúdera og við erum búin að kaupa okkur flutningsflugmiðana. Fjölskyldan flýgur út 21. júlí. Það kostar formúu fyrir okkur að koma heim um jólin þa. það er spurning hvort við höldum það ekki bara út að vera í Sverige fram á næsta sumar...
No comments:
Post a Comment