Hver sagði Elínu Lilju að ég hefði verið að kvarta undan henni? Hún hefur nefnilega verið góð og sátt að fara að sofa síðan ég bloggaði síðast.
Ég vil taka það fram að mér finnst börnin mín skemmtilegustu og yndislegustu verur í heimi. Þess vegna finnst mér líka erfiðast í heimi ef þeim líður illa og ég næ ekki að lækna það. Í síðasta bloggi var það fyrst og fremst allur þessi endalausi grátur hjá Ellu. Grátur með tárum. Sem braut hjarta mitt að geta ekki læknað kvöld eftir kvöld, dag eftir dag.
Ég held að flestir foreldrar geti samþykkt að erfiðu stundirnar í uppeldi eru mun færri en þær góðu. Og að maður hefur ekki elskað fyrr en að maður lítur barnið sitt fyrst augum, nýfætt og saklaust. Líf mitt og Sindra væri tómlegt án gríslinganna.
Ég er heppnasta kona í heimi. Á morgnana skríður Dagur fagur(SDS) undir sængina mína hægra megin og Ella sprella(ELS) vinstra megin. Því næst fæ ég mörg knús og kannski líka stubbaknús. Að lokum er ég toguð á fætur með miklum stunum. Ég er knúsuð og kysst og elskuð alla daga. Og ég hef alltaf einhvern til að leika við, úti og inni. Ég er örvuð með "af hverju" spurningum alla daga sem er hverjum manni hollt. Og fæ ferska sýn á lífið og upplifi barnslega gleði í gegnum börnin mín. Og við hlið mér í þessu öllu er pabbi Reynisson(börnin segja að hann heiti það!).
Daufur er barnlaus bær!
1 comment:
Hæ hó! Já, góðu stundirnar eru sko fleiri en þær slæmu! Þekki samt svona svefnvesen allt of vel og mikið rosalega er það erfitt...sérstaklega þar sem maður veit að maður gæti huggað þau með því að láta undan, sem síðan væri samt náttúrlega ekki nógu gott :(
Post a Comment