Saturday, January 03, 2009
Pakkarnir
Krakkarnir eru með hluta af gjöfunum sínum hérna á myndinni en þau voru afskaplega ánægð með þær allar! Sindri Dagur las eins og herforingi á pakkana og reyndi að láta fólk skiptast á að opna.
Á jóladag vorum við boðin í hangikjöt til Kidda og Ebbu sem var mjög gaman. Alveg ekta íslenskur jóladagsmatur.
Annan í jólum fórum við á jólaball Íslendingafélagsins sem var bara hin skemmtilegasta samkoma. Sérstaklega vegna komu hins háværa skyrgáms.
No comments:
Post a Comment