Linda Rokkar
Lindan er enn að vinna og venjast því að vera vinnandi kona. Bráðum eignast ég líka líkamsræktarkort og nýjan síma (leikfang) sem er ákaflega spennandi. Það eru sannarlega jólin hjá mér fyrir utan hvað ég er búin að vera þreytt og kvefuð..sniff..
Og á morgunn eru REM tónleikar á dagskrá. Þá verður ekkert sniff :-)
Pappa Skoppar
Pappa Sindri er alveg að slá í gegn hérna í Sverige. Hann ákvað að gera heiðarlega tilraun til að myrða ipodinn sinn með því að fara skoppandi á hjólinu sínu niður tröppur (er það viturlegt á gamals aldri?) og hrynja all harkalega í kjölfarið! Niðurstaðan var svöðusár á olnbogann og bólginn vinstri hlið líkamanns. Aukaáhrif voru 4 dagar án meira en nauðsynlegustu hjólreiða. Aðrar fréttir af pappa Sindri eru ekki stórvægilegar. Samkvæmt Sindra Degi er hann enn gleymnari en mamma sem þó er gleymin. Og svo er hann líka oft ansi þreyttur. Gæfulegt teymi þessi hjón.
Sindri Dagur fullorðnast
Krakkarnir eru öllu hressari. Sindri Dagur hefur nú verið skólastrákur í 3 vikur og finnst fínt að vera skólastrákur. Það er merkilegt. Í næstu viku á hann að taka þátt í skólahlaupi þar sem hægt er að heita á Barncancerfonden í nafni barnanna. Ég fékk því að útskýra fyrir áhyggjufullum Sindra Degi hvað krabbamein væri og að börn gætu fengið það. Hann var áhyggjufullur yfir þessu en það var huggun að hann ætlaði að gefa peninga sem færu í að efla rannsóknir á krabbameini í börnum og aðstoða fjölskyldur krabbameinssjúkra barna. Það fylgja auknar áhyggjur því að verða svona fullorðinn - að verða skólastrákur.
Elín Lilja spriklar
Elín Lilja er hamingjusömust í heimi. Hún er eins og drottning í leikskólanum þar sem hún á nokkrar vinkonur sem henni þykir frábærar. Síðan var hún að byrja að æfa fimleika og gaf sig alla í það og meira en það. Var alveg búin á eftir en getur ekki beðið eftir að fara aftur.
2 comments:
Hvernig var svo á tónleikunum? REM er bara uppáhalds hljómsveitin mín og ég hef aldrei farið á tónleika með þeim ... var dáldið abbó að þú værir að fara.
Veistu Fríða..þú hefðir bara átt að koma með. Við Steinunn söknuðum þín vegna þess að þú ert eiginlega mesta REM konan af okkur.
Það var tótallí ovsomm á tónleikunum.
Post a Comment