Wednesday, June 04, 2008

Sumarhátíðin á Kejsarkronan

 


Hin árlega sumarhátíð var haldin á þriðjudaginn. Börnin byrjuðu á að syngja og dansa fyrir okkur sem var eins og ávalt hrikalega krúttlegt. Margir stoltir foreldrar horfðu á börnin sín með tár á hvarmi.

Eftir atriði barnanna var komið að atriði okkar foreldranna sem eigum barn sem er að útskrifast. Því miður var það ekki fest á filmu en við sungum texta sem við skrifuðum sjálf um leikskólakennarana og sungum við þekkt lög af leikskólanum. Tveir foreldrar spiluðu undir á gítar og atriðið vakti mikla lukku. Það voru grátklökkir leikskólakennarar sem knúsuðu okkur á eftir.
Posted by Picasa

No comments: