
Ég hóaði saman nokkrum stelpum á bíó í gær. Fyrir valinu var Sex and the City. Ég vissi frá því að ég heyrði að þessi mynd væri á leiðinni að mig langaði að sjá hana. Mig óraði hins vegar ekki fyrir hversu mikil upplifun það síðan varð.
Carrie, Miranda, Charlotte og Samantha eiga sér sérstakan sess í hjarta margra. Þetta eru gamlar vinkonur sem maður hefur ekki séð lengi. Ég vatnaði músum á myndinni og mátti oft berjast við tárin. Samt deyr enginn eða neitt slíkt. Þvert á móti er um að ræða atriði úr lífi þessara ástkæru og mannlegu kvenna sem hræra mann. Sorgleg og gleðileg.
SATC aðdáendur skulu EKKI láta þessa mynd fram hjá sér fara!
1 comment:
Ha ha magnað, við stelpurnar hérna erum einmitt að vinna í því að finna bíó hérna í Hong Kong sem sýnir hana... vorum að spá í að skella okkur á sunnudaginn c",)
Post a Comment