
Fyrir hlutverkið hlaut Williams, eins og aðrir leikarar myndarinnar mikið lof. Hún var meðal annars tilnefnd til óskarsverðlauna, BAFTA, Golden Globe og SAG í flokknum „Besta leikkona í aukahlutverki“ fyrir árið 2005. Allt í einu var hún að fá gríðarlega mikla viðurkenningu fyrir vinnu sína.
En Brokeback Mountain færði Williams ekki aðeins velgengni í starfi. Hún eignaðist kærasta sem var þegar kvikmyndastjarna. Hann hét Heath Ledger og var sannarlega myndarlegur kúreki:

Öllum að óvörum varð Williams fljótlega með barni. Parið virtist vera hamingjusamt sem aldrei fyrr:

Matilda Rose Ledger fæddist síðan í október 2005 og fjölskyldan settist að í Brooklyn, New York. Í byrjun árs 2006 byrjuðu verðlaunahátíðir, þar sem skötuhjúin voru yfirleitt bæði tilnefnd til verðlauna að hellast yfir. Gríðarleg hamingja:

Þeim áskotnaðist fá verðlaun fyrir Brokeback Mountain en fengu mikla athygli sem þau kunnu ekki alltaf að meta:

Mér fannst þau frábær saman. Töff og hress. Ung og falleg.

Virtust alltaf svo happy þangað til allt í einu að þau voru hætt saman í september 2007. Og Ledger alltaf með nýjar mis álitlegar konur upp á arminn. Virtist eins og að hann hefði amk dottið úr jafnvægi við skilnaðinn. Eða var það hlutverk Jokersins í The Dark Knight sem gekk svona nærri honum?

Það eina sem er vitað er að prinsinn í ævintýrinu er dáinn og eftir situr Williams með hjartað sitt brotið. Hérna er yfirlýsingin sem hún sendi frá sér í dag:
"Please respect our need to grieve privately. My heart is broken. I am the mother of the most tender-hearted, high-spirited, beautiful little girl who is the spitting image of her father. All that I can cling to is his presence inside her that reveals itself every day. His family and I watch Matilda as she whispers to trees, hugs animals, and takes steps two at a time, and we know that he is with us still. She will be brought up with the best memories of him."
No comments:
Post a Comment