Wednesday, February 27, 2008

Íslandsferð 3

Dagur 9: Mánudagur 18/2
Fór með krakkana með mér að kaupa mér nýja kápu. Á leiðinni í búðina gengum við framhjá íslenskum leikskóla og Ella var svo spennt að hún klessti andlitinu á milli spítnanna á girðingunni og vildi bara horfa. Vildi að ég hefði verið með myndavél til að taka mynd af þessari dreymnu stelpurófu...

Eftir verslunarferðina fórum við í sund í Neslaugina. Vil taka þetta tækifæri og mæla með neslauginni fyrir barnafólk. Það voru næstum engir aðrir í lauginni og við höfðum það svooo gott. SDS fór margar ferðir í stóru rennibrautina á meðan Ella gösslaðist í kanínurennibrautinni í barnapottinum.

1 comment:

Ágústa said...

Innilega til hamingju með að vera búin að klára!

Kv. frá New York,
Ágústa