Það er sannarlega ekki lítið að gerast í heiminum í dag.
Heath Ledger er dáinn. Kannski svolítið skrítið að verða leiður þegar einhver ókunnugur deyr. En mér fannst Ledger góður leikari og ég mun sakna þess að sjá ekki fleiri myndir með honum. Sannarlega ótímabært fyrir hann að kveðja þennan heim.
Þórdís Tinna er líka látin. Fyrir þá sem ekki vita var hún 39 ára einstæð móðir. Ég rambaði fyrst inn á bloggið hennar síðasta haust þegar fólk mótmælti bágum kjörum öryrkja í kjölfar bloggs frá henni. Eftir þetta fylgdist ég öðru hverju með blogginu hennar og dáðist að hugrekki og bjartsýni deyjandi konu. Blessuð sé minning hennar.
Fyrir utan það er allt í tómu bulli í borgarstjórn Reykjavíkur. Ég vildi óska að ráðamenn gætu bara ákveðið með hverjum þeir vilja starfa og síðan halda það út meðan á kjörtímabilinu stendur. Þetta er fáranlegt og Reykvíkingum dýrt.
Ég er á fullu í lokaverkefninu eins og áður og nú er ég með ungan mann með 40 stiga hita mér til halds og trausts í því.
With Love
Linda
No comments:
Post a Comment