Monday, January 14, 2008
og áfram..
Já, jólin einkenndust ekki af miklum rólegheitum, fyrir utan að við vöknuðum seinna en vanalega. Við fórum í mörg fjölskylduboð, 3svar í barnaleikhús, 1 þrítugsafmæli, einhverja vinahittinga fyrir utan að Sindri var að vinna og ég var að reyna að vinna í verkefninu mínu við hvert tækifæri sem gafst, já og mér tókst að troða inn einum veikindum og Sindri var í flugeldasýningum eins og vanalega. Hann er með flugeldasýkina á háu stigi.
Við vorum því þreytt en glöð í jólafríinu en gleymdum nánast alveg að taka myndir. Dauðasynd fyrir foreldra ungra barna! En hér er ein af mér og börnunum að fagna nýárinu.
No comments:
Post a Comment