Monday, June 11, 2007
Sindri fyller 5 år
Fyrir 5 árum og 1 degi fæddist okkur Sindra yndislegur sonur. Við kunnum ekkert á þennan litla dreng sem við fengum í hendurnar á þeim tíma. En við sórum þess eið að reyna að læra og erum enn að læra. Hann hefur kennt okkur svo margt og rutt brautina fyrir systur sína í þeim efnum.
Í dag er Sindri Dagur um það bil 108 cm á hæð og 18 kg. Það þýðir að hann hefur hækkað um 56 cm frá fæðingu og þyngst um 14,5 kg. Hann getur hlaupið, klifrað, hjólað án hjálpardekkja og svo margt fleira. Hann er líka að læra að lesa og að læra á klukkuna sína fínu. Fyrir utan það auðvitað að tala tvö tungumál.
Eitthvað hljótum við að hafa gert rétt þar sem að hvítvoðungurinn hefur vaxið og dafnað svona vel!
Við héldum krakkaveislu fyrir hann í gær og fannst honum mjög gaman. Ég ætla hins vegar að geyma myndbirtingar og frásögn af henni til betri tíma...
3 comments:
Til hamingju með drenginn!!
Til hamingju með Sindra Dag :)
Hæ hæ!
Til hamingju aftur og takk innilega fyrir mig!
Hlakka til að sjá myndir úr sjóræningjastemningunni :)
Post a Comment