Friday, June 01, 2007

Tími fyrir blogg?

..eiginlega ekki en svo að þið vitið að við erum á lífi og við góða heilsu skulu nokkur orð skrifuð.

Ég, húsmóðirin, stendur í próflestri í afar leiðinlegum og fræðilegum stærðfræðikúrsi. Eða við skulum segja að prófhlutinn er amk. leiðinlegur.

Bjössi bróðir var hjá okkur um síðustu helgi við mikla kátínu barnanna. Bjössi var dreginn í tívolíið með Sindra og ungunum í sól og fallegu veðri á laugardaginn. Liðið kom síðan úrvinda af þreytu heim. Sindri Dagur var mas svo þreyttur að hann bara varð veikur! Fékk hita daginn eftir en var stálsleginn eftir 2ja daga hvíld.

Á þriðjudaginn var árleg "gårdfest" í leikskólanum. Þá leggja foreldrar leið sína í leikskólagarðinn, krakkarnir eru með söngatriði, 6 ára krakkarnir eru útskrifaðir með pomp og pragt og síðan er pikknikk. Jú, og ekki má gleyma að leikskólakennararnir fá allir gjafir frá börnunum (það er slegið saman í gjafir).

Krakkarnir voru voða miklar dúllur og tóku hlutverk sitt í söngnun mjög alvarlega. Stoltir foreldrar og stoltir krakkar. Þar sem við erum ekki alveg búin að pikknikk væðast kom ég nú bara með e-ð snarlarí með = drykk, ávexti, rúsínur og kex. Nokkrar fjölskyldur voru með fulla máltíð, rauðvín og kaffi með sér. SDS fannst ég ekki alveg vera að standa mig í stykkinu!

Um helgina á að vera 20 gráðu hiti og sól. Sindri verður nánast einstæður faðir þar sem að konan er að læra fyrir prófið góða. Prófið er á þriðjudaginn frá 8-13 en þá er einmitt spáð 23 stiga hita og heiðskíru. Vona að það gangi eftir :-)

No comments: