Góðan daginn
Í dag varð ég fyrir mjög óskemmtilegri reynslu.
Ég vaknaði fyrir klukkan 04:00 og kveikti á textavarpinu til þess að
athuga hvort að seinkun væri á flugi mínu til Stokkhólms. Á textavarpinu
hafði ég kveikt þangað til ég lagði af stað og hringdi einnig í símsvarann
til að athuga þetta þar sem veðurspáin gaf engan veginn til kynna að hægt
yrði að fljúga. En nei. Icelandair tilkynnti bara að allar flugvélar færu
á réttum tíma þrátt fyrir að þeim mætti vera það fullljóst á þeirri stundu
að það yrði ekki raunin.
Á þessari stundu hefði óneitanlega verið hægt að fresta fluginu til að
maður þyrfti ekki að mæta þarna fyrir allar aldir. Mjög snemma varð einnig
ljóst að flugvélarnar sem höfðu lent í Glasgow kæmu ekki nærri strax til
baka og því algjör óþarfi að halda öllum farþegum sem í þær áttu að fara
alla þessa klukkutíma( eins og td. ég).
Það var ekki fyrr en um 11:30 sem birtist canselled á fluginu mínu. Ég fór
beint í röðina við þjónustuborðið en var sagt að setjast aftur niður þar
sem að starfsfólkið vissi bara ekkert til þess að fluginu hefði verið
frestað! Finnst ykkur það ekkert undarlegt?
Um klukkan 12 er tilkynnt að flugi til Stokkhólms, Osló og Amsterdam væri
aflýst og okkur farþegum vísað á þjónustuborð. Þar mátti ég dúsa í 4 klst
í biðröð aðeins til að fá að vita að ég ætti að mæta með
brottfararspjaldið mitt á morgunn á sama tíma og ég mætti í morgunn.
Og að það væri engu hægt að lofa mér.
Ég afþakkaði hótel þrátt fyrir að ég búi í Svíþjóð en þáði rútuferð í
bæinn sem mér var sagt að væri ókeypis. Þegar ég kom niður var mér neitað
um far þar sem ég hafði ekki Voucher upp á það!
Pabbi minn kom síðan að sækja mig um klukkan 17:00. 11 klukkustundum eftir
að ég kom. Þar af hafði ég staðið í 4 klst samfleytt í biðröð án þess að
verða nokkuð ágengt og fékk hvorki vott né þurrt frá Icelandair.
Litlu börnin mín grétu því mömmulaus heima í Stokkhólmi í kvöld.
Upplýsingaveita á öllum þessum tíma var nánast engin. Starfsfólkið vissi
ekkert, var allt of fátt á vakt og þarf væntanlega áfallahjálp eftir
daginn vegna reiðra farþega.
Eftir þennan dag finnst mér Icelandair vera skítaflugfélag og mun reyna
mitt ítrasta til að forðast að versla við það. Margir voru nú samt enn þá
reiðari en ég sem var meira bara grátandi.
Ég bíð spennt eftir svari frá ykkur
kv
Linda Sveinsdóttir
No comments:
Post a Comment