Monday, November 06, 2006

Ferðin mín heim

Nú er ég loksins komin heim til mín í Stokkhólmi, 32 klst eftir að sú heimferð hófst. Ég er rosalega ósátt með það hvernig Icelandair meðhöndluðu okkur farþegana sem vorum svo óheppin að vera í þeim flugum sem var aflýst í gær. Og vesalings starfsfólkið á þeirra vegum sem voru 3 vesælar hræður töluðu um að leggja inn uppsagnarbréf eftir að þurfa að hlusta á reiði farþega. Það voru jafnvel stympingar í biðröðinni sem segir margt um ástandið.

Í gær eyddi ég 11 klst á flugvellinum aðeins til að verða send til Íslands og í dag þurfti ég að mæta upp á von og óvon en fékk sæti í beina fluginu (mætti líka kl 05:15). Í dag leit allt vel út nema að þegar við vorum sest um borð í vélina var ákveðið að láta hana bíða eftir nokkrum hræðum sem voru að koma úr Ameríkuflugi. Biðin í flugvélinni tók 2 klst.

En ég bíð spennt eftir svari frá Icelandair.

1 comment:

Anonymous said...

Ég hef oft áður heyrt þessa setningu um Flugleiðir, eða svipaðar að minnsta kosti. Bæði frá viðskiptavinum og starfsfólki (sem yfirleitt verður fyrrverandi starfsfólk). Var ekki að skilja afhverju viðskiptavinir Flugleiða væru að pirra sig svona mikið á að vera veðurtepptir, en skil það núna!