
Það er búið að vera mikið að gera í vikunni. Aðallega vegna þess að það tók mig langan tíma að jafna mig af flensunni og það voru skilaverkefni í skólanum. En nú er ég búin að kynnast íslenskri stelpu sem er með mér í logistik. Það er voðalega þægilegt. Við ætlum að gera stórt verkefni saman í kúrsinum.
Krakkarnir standa sig eins og hetjur í leikskólanum. Sindri Dagur er farinn að prófa sig áfram með sænskuna en hann er líka búinn að kenna sænsku krökkunum íslensk orð. Þegar SDS hitti pabba sinn á föstudaginn sagði hann: "Pabbi! Ég ramlade ned úr kastalanum í leikskólanum!". Þá hafði minn maður dottið úr kastalanum..hvað ætli þetta eigi eftir að gerast oft?
Ella verður stundum svolítið langeyg eftir að mamma komi að sækja hana og segir þá "Mamma á að koma núna". Nú bar svo til að fleiri voru langeygir aftir foreldrum sínum á föstudaginn og þá mælti hin sænska Ilse: "Mamma mín koma núna". Hver segir að það þurfi mörg íslensk börn á útlenska leikskóla til þess að börnin fari að tala íslensku?
Á laugardaginn fórum við með börnin í Kulturhuset og duttum í lukkupottinn. Þar var æðisleg aðstaða fyrir börn. Þau fengu meðal annars að mála við trönur þar sem létt jazz tónlist var spiluð í bakgrunninum. Þegar við komum heim fórum við að reyna að pússla saman Quadrant gardínunum sem við keyptum fyrir barnaherbergið. Við erum einnig með svona í stofunni. Í stuttu máli sagt mæli ég ekki með þessum gardínum. Það er ótrúlega tímafrekt og mikið nostur að setja þær saman og síðan upp. Fyrir utan það eru þær mjög viðkvæmar.
Í dag fórum við í Junibacken, enn einu sinni. Börnin væru til í að fara í "Línuhúsið" á hverjum degi.
1 comment:
Greinilega ekki leiðinlegt fyrir krakkana að vera í Stokkhólmi! Rosa eru þau mikil krútt bæði, þvílíkt gaman að fá svona margar myndir á einu bretti...
Post a Comment