Thursday, September 28, 2006

Hugarangur dagsins


Númer 1: Snýst um hvort ég eigi að leggja tíma og peninga í að fara í Suzuki-fiðlunám með þessum sæta á myndinni. Okkur býðst að vera með í námskeiði sem hefst laugardaginn 7. október. Þá mundi ég fara ein í 6 vikur og síðan við saman. Námskeiðið er haldið í kirkju í Huddinge þa. við þyrftum að taka tunnelbanan og strætó þangað(40 mín). Það kostar 1400 að vera með en að auki þyrftum við bæði fiðlu(leigja eða kaupa).

Hvað finnst ykkur?

Númer 2: Af hverju get ég ekki eldað jafngóðan fisk og þeir í Sjávarkjallaranum? Var með þorsk í matinn í kvöld. Svona hollusturétt með léttsteiktu grænmeti og hrísgrjónum. Hljómaði vel en bragðaðist bara svona í meðallagi...

No comments: