Saturday, August 19, 2006

Líf mitt á hlaupum...

Bloggleysið er ein af afleiðingum þess að það er mikið að gera þessa dagana. Sindri er byrjaður að vinna. Mamma & pabbi eru í heimsókn og enn er bara of mikið að gera í hinu alræmda sænskunámskeiði.

Á morgnana fer ég yfirleitt rétt rúmlega 8 af stað í skólann af því að ég þarf að prenta út verkefni fyrir tímana sem byrja klukkan 9. Heim er ég aftur komin klukkan svona 12:30. Þá finn ég ömmu&afa sem eru hvíldinni fegin og 2 hungraða orma sem vilja að ég geri milljón hluti fyrir sig! Eitt af því fyndnara sem Ella geymir þangað til ég kem heim er að kúka. Hún vill ekki að neinn skipti á sér nema mamma. Gæti verið smá vandamál þegar hún byrjar í leikskólanum.

Eftir hasar-hádegismat þarf að drífa sig út svo að amma&afi geti nú gert e-ð skemmtilegt í fríinu sínu hérna. Það er samt voðalega mikið miðað af börnunum. Afi varð næstum ekki eldri þegar Sindri Dagur dró hann í Lustiga huset í Gröna Lund. Afi er nefnilega svo utan við sig að þeir duttu á snúningsskífunni og komu liggjandi á bakinu úr tepparennibrautinni! Það getur verið erfitt að dekra við barnabörnin;-)

Á kvöldin er ég síðan í kappi við að klára heimaverkefnin sem mér tekst bara aldrei! Þvílíkt pirrandi. Var líka með kynningu á Lizu Marklund í sænskunámskeiðinu.

Er alltaf með þvílíkt hressum gaur frá Spáni á námskeiðinu. Hann er mjög sterkur í málfræði(über skipulagður) en ég hef meiri orðaforða. Það leiðinlega er að hann fer heim til spánar 31. ágúst. Hann er búin að vera hérna í ár og verður að fara heim. Þá verður enginn meiri Guillermó til að fá sér kaffi með í frímó:-(

Í næstu viku byrja börnin á leikskólanum sínum. Ella er svo mikil tilfinningasprengja að ég hef svolitlar áhyggjur af því hvernig aðlögunin á eftir að ganga hjá henni.

No comments: