Thursday, August 10, 2006

Klaufabárðurinn

Ég er alveg agalegur klaufabárður. Rekst utan í allt sem hægt er að rekast utan í! Af þessum örsökum er ég ALLTAF með marbletti. En marbletturinn sem ég er með í dag er alveg fáranlega illa útlítandi. Hann er dökkblár og örugglega 10 cm í þvermál. Er þetta eðlilegt?

Annars er allt gott að frétta. Enn þá sól og gott veður og við erum búin að fá personnummerin okkar. Fór með sænskunámskeiðinu á 2 söfn í gær, Historiska og Nordiska. Ágætt að fara á eitthvað annað en það sem hefur markhópinn börn. Hugsa samt að börnin hefðu jafnvel gaman að að kíkja á þessi. Maður er alltaf að bíða eftir rigningardögum til að fara á söfn. Þeir hljóta að fara að detta inn.

Tala annars mest við rúmenska konu og spænskan strák á námskeiðinu. Spænski strákurinn er svolítið fyndin týpa. Hann minnir á gamlan vin sem er mjög samviskusamur og fylgdi mér lengi í gegnum skólann heima.

No comments: