Friday, June 23, 2006

Föstudagar til frægðar

Dagurinn í dag var ákaflega þreyttur og viðburðaríkur. Það var brjálað að gera í vinnunni, síðan dreif ég mig heim og snerist eins og skopparakringla út um allt við að taka til. Það var brjálað rusl þar sem við erum alltaf að pakka þegar færi gefst. Síðan þurfti að sækja snúlla sem bauð okkur síðan öllum í heimsókn til vinar síns þar sem 4 þreyttir krakkar á aldrinum 2-6 léku sér. Þar á eftir þurfti ég að versla fyrir ferðalagið mitt og fara síðan með manninn og þreyttu krakkana mína í grillveislu. Dagurinn á hlaupum, grátandi börn,...

Ég er alveg búin á því í dag en á morgunn er þrekraunin - 5vörðuháls. Þar fylgir mér samt svo skemmtilegt fólk að þetta hlýtur að verða gaman!

Ein endalaust þreytt

1 comment:

Anonymous said...

Og hvernig gekk?