Tuesday, June 27, 2006

5vörðuháls

Laugardagurinn 24. júní hófst með keyrslu að Skógum. Það var skýjað en ágætlega heitt og þurrt. Um hádegisbilið hittist gönguhópurinn og kom þá í ljós að mestu karlmennirnir höfðu þjófstartað! Þeir voru þegar búnir að ganga Þórsmörk-Skógar og ætluðu nú að halda áfram með okkur hina leiðina. Annar þeirra komst meira að segja alla leið og telst því hafa labbað Fimmvörðuhálsinn fram og til baka á einum sólarhring. Geri aðrir betur.

Ég lét mér nægja að ganga einu sinni. Þetta var stundum erfitt en með góðra vina hjálp sem voru duglegir að segja:"Bara ein brekka í viðbót..", hafðist þetta allt saman. Veðrið var gott og mér tókst meira að segja að brenna aðeins á öðru eyranu og roðna í framan. Fyrir utan það var leiðin mjög falleg. Sérstaklega til að byrja með þar sem hver glæsifossinn tekur við af öðrum. Fyrir mér var þessi ferð samblanda af 3 hlutum - náttúrufegurð, góðu fólki og góðu veðri. Samblanda sem getur ekki klikkað og ég vona að ég nái að endurtaka oft.

Fyrstu hlutirnir okkar fjölskyldunnar eru að fara í gám þegar þetta er skrifað. Og síðdegis á fimmtudaginn fáum við nýju íbúðina okkar í Norrmalm afhenta. Meiri háttar spennandi!

3 comments:

Anonymous said...

Kærar þakkir fyrir gönguna!
Segi það enn og aftur að þú stóðst þig mjög vel.

Anonymous said...

Til hamingju með Fimmvörðuhálsafrekið! Leiðindi að hafa ekki komist með að þessu sinni...

Anonymous said...

Hlakka til að heyra af Svíþjóðarferðinni og nýju íbúðinni ykkar :)