Wednesday, April 05, 2006

Sænska fjölskyldan

Jæja, nú erum við búin að festa okkur íbúð í Stokkhólmi. Hún er staðsett í Norrmalm, svona 20 mínútna göngufjarlægð frá KTH. Hún stendur við Vidargatan sem er rétt hjá Odenplan. Íbúðin er 70 fermetra og rúmgóðar svalir á 2. hæð í 6 hæða húsi. Einnig fylgir með geymsla og sameiginleg gufa og veislusalur í kjallara auk yndislegs bakgarðs með útimubblum, grilli, sandkassa og rólum. Auðvitað ekki stór íbúð fyrir 4 manna fjölskyldu en við vildum frekar búa þröngt miðsvæðis og eiga engan bíl heldur en að búa í stærra húsnæði í úthverfi og eiga bíl.

Leikskólamál líta líka vel út. Ég þarf bara að senda þeim kaupsamninginn út og þá verða umsóknir krakkanna virkar sem þýðir að við fáum líklega boð um leikskólapláss fyrir þau í maí til júní og þau byrja í lok ágúst.

6 comments:

Maria said...

Til hamingju!

Fríða said...

Til hamingju. Kannski var það bara óhappa að leyfa mér að skoða íbúðirnar á netinu áður en þið buðuð í þær!! Ég er alla vega ekki búin að sjá þessa. Hlakka til þess.

Iris said...

Til hamingju með íbúðina. Þetta hljómar vel. Hlakka til að koma í heimsókn í september. Kvedja, Íris

Beta said...

Til hamingju með íbúðina. Þetta er ekkert smá spennó!

Anonymous said...

Til hamingju! Hljómar rosalega vel! Er alveg sammála að það er betra að búa þrengra og vera miðsvæðis...miklu meiri upplifun :)

Ylfa said...

Frábært, til hamingju með íbúðina þetta er eðal-staðsetning!!!
Kv. Ylfa.