Í dag er Guðsonur minn, Björn Alexander er 6 ára. Tíminn líður hratt og enn hefur mér hvorki lukkast að gefa honum neinar trúarlegar gjafir eða að fara með honum í kirkju. Það veit sem sagt ekki á gott að hafa mig sem guðforeldri upp á að fá hjálp við trúarlegt uppeldi barnsins. Í dag fær hann heldur ekkert trúarlegt...verð ég ekki að fara að herða mig?
Annars held ég að vorið sé loksins komið og ekki seinna vænna því að á morgunn er sumardagurinn fyrsti og því ráð að skunda niður í bæ í skrúðgöngu með ungana.
1 comment:
Gleðilegt sumar :) Það er allavega komið sumar hér. 16°C í dag og sól, 20°C og sól á morgun og mánudag.
Post a Comment