Það ætlar ekki af Ellu litlu prinsessu að ganga þessa dagana vegna þess að hún krækti sér í enn eina pestina. Þetta er 4. veikindatímabilið hennar á árinu 2006! Usss.. ekki gott og fjölskyldan orðin hundleið á allri þessari inniveru. Góðu fréttirnar eru þær að brósi varð bara veikur á 3. veikindatímabilinu...
Á sunnudaginn fórum við hjónin með tengdafjölskyldunni á Öskubusku í Óperunni. Þetta var sannkölluð "feel good" sýning og vel með söguna farið á allan hátt. Ekki sama stórsýning og Macbeth fyrir nokkrum árum en mjög skemmtileg engu að síður. Mér fannst til að mynda mikil leikgleði í þessari sýningu sem er alltaf gefandi fyrir áhorfandann.
Annars komst ég að því að ég er að fara að flytja á útnára Norðurlandanna í sumar. Eftir að hafa þrætt allar bókabúðir á höfuðborgarsvæðinu og leita að kennslubókum í sænsku og blöðum á sænsku hafði leitin einungis borið árangur í formi geisladisksins In Flight Swedish sem mér fannst bara of cheesy titill til að geta keypt hann.
NB. Það er massamikið til af dönsku og norsku efni en sænsku? Nei, elskan hver mundi nú eiginlega vilja búa þar?
Norðurlandabúinn Linda endaði því með að kaupa sænskuefnið af vefverslun nokkurri í Bretlandi - how fucked up is that?
No comments:
Post a Comment